BÓKA TÍMA
Ari Magnússon Ari Magnússon

Sveifluferill v.s. Sveiflustefna

Sveifluferill(club path), og sveiflustefna(swing direction) er ekki sami hluturinn.
Club path er mælt í tvívídd(2D) og sveiflustefna er mæld í þrívídd(3D)
Miðað við Driver.
Þau sem geta sveiflað upp á boltann (+attack angle) eru oft með negatívan sveifluferil(- club path). Þá halda margir að sveiflan sé yfir boltann(out-to-in), en það þarf ekki að vera rétt. Það er hægt að skoða Sveiflustefnu(Swing direction) í Trackman, og þá er auðveldlega hægt að sjá í hvaða stefnu við erum að sveifla kylfunni v.s. feril kylfunnar.
Sveiflustefna er mæld c.a. frá hné í hné og club path er mælt  á þeim stað sem við hittum boltann.
Fyrir öll sem eru komin það langt að geta stjórnað ferlinu með driver, þá skiptir stefnan meira máli heldur en ferillinn.
Fræðsla frá Trackman:
https://blog.trackmangolf.com/swing-direction/
Ýtarlegri útskýring væntanleg :)
Read More
Ari Magnússon Ari Magnússon

Liðleiki axla

Ég fæ oft til mín kylfinga sem hafa ekki nógu mikinn liðleika í öxlum og baki. Þá getur reynst erfitt að setja kylfuna t.d. á réttan feril.
Ég sendi nemendur mjög oft heim með æfingar til þess að teygja á öxlum og baki.
Myndin sýnir muninn á því hvernig liðleiki í hægri öxl og baki getur haft áhrif á sveifluna og feril. Auðvitað erum við öll mismunandi og sumir geta þetta bara alls ekki og þá er unnið út frá því. En þetta er vert að skoða.
Í þessum tveimur myndböndum eru góðar æfingar til þess að vinna í þessum liðleika og fá styrk í axlir og bak. Það þarf ekki lóð eins og notuð eru í myndbandinu, heldur einfaldlega gera þessar hreyfingar sem eru sýndar.
Read More
Ari Magnússon Ari Magnússon

Lægsti punktur (Low Point)

Það er erfitt fyrir marga kylfinga að hafa lægsta punktinn stöðugan á sama stað. Það er samspil margra þátta sem á sér stað. Ég sé fyrst og fremst að jafnvægi sé ekki gott.
"Low Point" gefur okkur tölu í lægsta punkt ferilsins í sveiflunni(sjá mynd og video).
Við viljum hafa lægsta punktinn áður eða eftir að boltinn er hittur.
Fyrir járnahögg:
viljum við að lægsti punktur sveiflunnar sé eftir að við hittum boltann, þar sem við hittum grasið eða mottuna.
Fyrir Driver:
Þeir sem slá lengst eru oftast með lægsta punkt áður en við hittum boltann þ.e. pósitívan höggvinkil(+attack angle)
Read More
Ari Magnússon Ari Magnússon

Bolvinda

Vinstri öxlin í golfsveiflunni og bolvinda(miðað við rétthentan kylfing)
Það skiptir máli að við snúum líkamanum í sveiflunni og beinum vinstri öxlinni niður.
Mjög algengt er að sjá kylfinga reisa sig upp í aftursveiflunni sem skapar mörg vandamál. Ef við reisum okkur upp er hætt við því að við myndum öfugan þyngdarflutning(höfuðið færist að skotmarki í aftursveiflu) og jafnvægið fer úr skorðum. Algengt er þá að ferillinn verði út-inn og áfallshornið óstöðugt(kúlan myndar sveig frá vinstri til hægri)
Ef við náum að framkvæma þetta rétt þá sjáum við að höfuðið færist örlítið frá skotmarkinu, og svo að því í niðursveiflunni.
Góð æfing er að leggja kylfu á axlir, koma sér fyrir í golfstöðunni og hafa gripendann við vinstri öxl. Snúa baki og öxlum þannig að gripendinn vísi niður í aftursveiflunni.
Read More
Ari Magnússon Ari Magnússon

Kylfuferill (Club path)

Kylfuferill er ferillinn, eða sú leið sem kylfan er á þegar boltinn er hittur.
Mínus tala þýðir að ferillinn er “út-inn” (þ.e. kylfan er á leið til vinstri þegar boltinn er hittur). Plús tala þýðir að ferillinn er “inn-út” (þ.e. kylfan er á leið til hægri þegar boltinn er hittur). Ágætt viðmið er -3° til +3°
https://blog.trackmangolf.com/club-path/
Read More