Bolvinda

Vinstri öxlin í golfsveiflunni og bolvinda(miðað við rétthentan kylfing)
Það skiptir máli að við snúum líkamanum í sveiflunni og beinum vinstri öxlinni niður.
Mjög algengt er að sjá kylfinga reisa sig upp í aftursveiflunni sem skapar mörg vandamál. Ef við reisum okkur upp er hætt við því að við myndum öfugan þyngdarflutning(höfuðið færist að skotmarki í aftursveiflu) og jafnvægið fer úr skorðum. Algengt er þá að ferillinn verði út-inn og áfallshornið óstöðugt(kúlan myndar sveig frá vinstri til hægri)
Ef við náum að framkvæma þetta rétt þá sjáum við að höfuðið færist örlítið frá skotmarkinu, og svo að því í niðursveiflunni.
Góð æfing er að leggja kylfu á axlir, koma sér fyrir í golfstöðunni og hafa gripendann við vinstri öxl. Snúa baki og öxlum þannig að gripendinn vísi niður í aftursveiflunni.
Previous
Previous

Lægsti punktur (Low Point)

Next
Next

Kylfuferill (Club path)