Liðleiki axla

Ég fæ oft til mín kylfinga sem hafa ekki nógu mikinn liðleika í öxlum og baki. Þá getur reynst erfitt að setja kylfuna t.d. á réttan feril.
Ég sendi nemendur mjög oft heim með æfingar til þess að teygja á öxlum og baki.
Myndin sýnir muninn á því hvernig liðleiki í hægri öxl og baki getur haft áhrif á sveifluna og feril. Auðvitað erum við öll mismunandi og sumir geta þetta bara alls ekki og þá er unnið út frá því. En þetta er vert að skoða.
Í þessum tveimur myndböndum eru góðar æfingar til þess að vinna í þessum liðleika og fá styrk í axlir og bak. Það þarf ekki lóð eins og notuð eru í myndbandinu, heldur einfaldlega gera þessar hreyfingar sem eru sýndar.
Previous
Previous

Sveifluferill v.s. Sveiflustefna

Next
Next

Lægsti punktur (Low Point)